Starfsemi Festi banner image
Starfsemi Festi banner image

Starfsemi Festi

Starfsemi Festi

Festi á og rekur fyrirtæki sem eru leiðandi á matvörumarkaði, eldsneytis- og þjónustustöðvamarkaði og raf- og snjalltækjamarkaði. Rekstur fasteigna, kaup og sala verðbréfa er einnig hluti af rekstri samstæðunnar.

Móðurfélagið Festi á dótturfélögin Krónuna sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, N1 sem rekur þjónustustöðvar eldsneytis- og rafmagnssölu og ýmsa þjónustu tengda smur- og bifreiðaþjónustu, ELKO sem er stærsta raftækjaverslun landsins, Festi fasteignir sem á og rekur fasteignir samstæðunnar og Bakkann vöruhótel sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu.

Megin hlutverk móðurfélagsins gagnvart rekstrarfélögunum er þríþætt:

  • Stýra fjárfestingum
  • Styðja við verðmætasköpun
  • Skapa ný tækifæri

Festi á og rekur fyrirtæki sem eru leiðandi á matvörumarkaði, eldsneytis- og þjónustustöðvamarkaði og raf- og snjalltækjamarkaði. Rekstur fasteigna, kaup og sala verðbréfa er einnig hluti af rekstri samstæðunnar.

Móðurfélagið Festi á dótturfélögin Krónuna sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, N1 sem rekur þjónustustöðvar eldsneytis- og rafmagnssölu og ýmsa þjónustu tengda smur- og bifreiðaþjónustu, ELKO sem er stærsta raftækjaverslun landsins, Festi fasteignir sem á og rekur fasteignir samstæðunnar og Bakkann vöruhótel sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu.

Megin hlutverk móðurfélagsins gagnvart rekstrarfélögunum er þríþætt:

  • Stýra fjárfestingum
  • Styðja við verðmætasköpun
  • Skapa ný tækifæri

Gildi, stefna og samfélagsábyrgð

Stefna Festi er að vera í forystu til framtíðar á öllum sviðum. Sameiginleg gildi allra félaga samstæðunnar eru Virði – Samvinna – Traust. Mikil áhersla er lögð á samfélagsábyrgð en með skipulögðum og viðurkenndum aðgerðum er kappkostað að lágmarka umhverfisáhrif frá starfseminni. Öll félög samstæðunnar eru jafnlaunavottuð samkvæmt ÍST 85:2012 staðli og kröfum Jafnréttisstofu. Það staðfestir að hjá félaginu er starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf ekki mismunað í launum. Árlega leitar fjöldi félagasamtaka, stofnana og einstaklinga til félagsins um stuðning við góð málefni en Festi leggur áherslu og forvarnar- og íþróttastarf. Siðareglur Festi voru síðast samþykktar 4. maí 2022 en þær eru birtar á heimasíðu félagsins.

Samhliða útgáfu ársskýrslunnar er gefin út sjálfbærniskýrsla samkvæmt UFS viðmiðum Nasdaq frá 2020 (ESG Reporting Guide 2.0) og er skýrsluna að finna undir kaflanum um samfélagsábyrgð.

Gildi, stefna og samfélagsábyrgð

Stefna Festi er að vera í forystu til framtíðar á öllum sviðum. Sameiginleg gildi allra félaga samstæðunnar eru Virði – Samvinna – Traust. Mikil áhersla er lögð á samfélagsábyrgð en með skipulögðum og viðurkenndum aðgerðum er kappkostað að lágmarka umhverfisáhrif frá starfseminni. Öll félög samstæðunnar eru jafnlaunavottuð samkvæmt ÍST 85:2012 staðli og kröfum Jafnréttisstofu. Það staðfestir að hjá félaginu er starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf ekki mismunað í launum. Árlega leitar fjöldi félagasamtaka, stofnana og einstaklinga til félagsins um stuðning við góð málefni en Festi leggur áherslu og forvarnar- og íþróttastarf. Siðareglur Festi voru síðast samþykktar 4. maí 2022 en þær eru birtar á heimasíðu félagsins.

Samhliða útgáfu ársskýrslunnar er gefin út sjálfbærniskýrsla samkvæmt UFS viðmiðum Nasdaq frá 2020 (ESG Reporting Guide 2.0) og er skýrsluna að finna undir kaflanum um samfélagsábyrgð.

VIRÐI

SAMVINNA

TRAUST

VIRÐI

SAMVINNA

TRAUST

Stefnuáherslur Festi

Samfélagið

Við höfum jákvæð áhrif á samfélagið og okkar nærumhverfi með því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri okkar ákvörðunartöku

Starfsfólk

Við ætlum að vera framúrskarandi og eftirsóttur vinnustaður þar sem ýtt er undir starfsþróun og heillandi vinnumenningu

Rekstrarfélög

Við styðjum okkar rekstrarfélög til vaxtar og leitum nýrra tækifæra með hagkvæmri stoðþjónustu á sviði rekstrar, fjármögnunar, mannauðsmála, stafrænna lausna og sjálfbærni

Samstarfsaðilar

Við byggjum upp langtímaviðskiptasambönd við okkar viðskiptavini, birgja og aðra samstarfsaðila

Hluthafar

Við sköpum virði fyrir okkar hluthafa með sjálfbærum langtímafjárfestingum

Samfélagið

Við höfum jákvæð áhrif á samfélagið og okkar nærumhverfi með því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri okkar ákvörðunartöku

Starfsfólk

Við ætlum að vera framúrskarandi og eftirsóttur vinnustaður þar sem ýtt er undir starfsþróun og heillandi vinnumenningu

Rekstrarfélög

Við styðjum okkar rekstrarfélög til vaxtar og leitum nýrra tækifæra með hagkvæmri stoðþjónustu á sviði rekstrar, fjármögnunar, mannauðsmála, stafrænna lausna og sjálfbærni

Samstarfsaðilar

Við byggjum upp langtímaviðskiptasambönd við okkar viðskiptavini, birgja og aðra samstarfsaðila

Hluthafar

Við sköpum virði fyrir okkar hluthafa með sjálfbærum langtímafjárfestingum

Banner image
Banner image

Bakkinn

Bakkinn vöruhótel rekur tvö vöruhús, í Skarfagörðum og Klettagörðum, sem sérhæfa sig í vöruhýsingu, pökkun, vörumerkingu, afgreiðslu og dreifingu á vörum fyrir viðskiptavini sem kjósa að úthýsa vöruhúsastarfsemi sinni að einhverju eða öllu leyti. Starfsemi Bakkans er mikilvægur hlekkur í aðfangakeðju samstæðu Festi sem tryggir örugga geymslu og skilvirka dreifingu á vörum til viðskiptavina hvort sem er innan samstæðu eða utan.

Boðið er upp á hágæða þjónustu til þeirra sem vilja úthýsa vöruhúsaþjónustu og dreifingu að hluta eða öllu leyti. Lögð er mikil áhersla á skilvirkni í þjónustu og hagkvæmni í ferlum. Vandað gæða- og öryggiseftirlit er fyrir hendi sem endurspeglar gildi Bakkans; Þjónusta – Gæði - Öryggi.

Bakkinn

Bakkinn vöruhótel rekur tvö vöruhús, í Skarfagörðum og Klettagörðum, sem sérhæfa sig í vöruhýsingu, pökkun, vörumerkingu, afgreiðslu og dreifingu á vörum fyrir viðskiptavini sem kjósa að úthýsa vöruhúsastarfsemi sinni að einhverju eða öllu leyti. Starfsemi Bakkans er mikilvægur hlekkur í aðfangakeðju samstæðu Festi sem tryggir örugga geymslu og skilvirka dreifingu á vörum til viðskiptavina hvort sem er innan samstæðu eða utan.

Boðið er upp á hágæða þjónustu til þeirra sem vilja úthýsa vöruhúsaþjónustu og dreifingu að hluta eða öllu leyti. Lögð er mikil áhersla á skilvirkni í þjónustu og hagkvæmni í ferlum. Vandað gæða- og öryggiseftirlit er fyrir hendi sem endurspeglar gildi Bakkans; Þjónusta – Gæði - Öryggi.

Alhliða vöruhúsaþjónusta og dreifing - alla leið

Alhliða vöruhúsaþjónusta og dreifing - alla leið

Rekstur ársins

Rekstur félagsins gekk verr á árinu en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Illa gekk að jafna sveiflur í umsvifum viðskiptavina milli tímabila sem jók launa- og starfsmannakostnað umtalsvert fram eftir ári. Unnið hefur verið í ýmsum hagræðingarverkefnum sem munu skila sér í bættri afkomu fram á veginn.  Vefverslun viðskiptavina jókst áfram mikið milli ára með afhendingum beint úr vöruhúsi. Þjónustan var aukin umtalsvert með styttingu á afgreiðslutíma sérstaklega á álagstímum. Nýtt vöruhúsakerfi fór í loftið á árinu 2022 en vinna við að klára innleiðinguna var fram eftir ári. Miklar vonir standa til að fullinnleitt muni kerfið bæta þjónustu og lækka einingakostnað enn frekar.

Rekstur ársins

Rekstur félagsins gekk verr á árinu en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Illa gekk að jafna sveiflur í umsvifum viðskiptavina milli tímabila sem jók launa- og starfsmannakostnað umtalsvert fram eftir ári. Unnið hefur verið í ýmsum hagræðingarverkefnum sem munu skila sér í bættri afkomu fram á veginn.  Vefverslun viðskiptavina jókst áfram mikið milli ára með afhendingum beint úr vöruhúsi. Þjónustan var aukin umtalsvert með styttingu á afgreiðslutíma sérstaklega á álagstímum. Nýtt vöruhúsakerfi fór í loftið á árinu 2022 en vinna við að klára innleiðinguna var fram eftir ári. Miklar vonir standa til að fullinnleitt muni kerfið bæta þjónustu og lækka einingakostnað enn frekar.

9,5

Kílómetrar af hillurekkum

12

Tölvustýrðir hilluturnar

23.000

Samtals fermetrar vöruhúsa

32.000

Bretti

9,5

Kílómetrar af hillurekkum

12

Tölvustýrðir hilluturnar

23.000

Samtals fermetrar vöruhúsa

32.000

Bretti

Samfélagsábyrgð

Bakkinn hefur til fjölda ára leitast við að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og minnka sóun í allri sinni starfssemi. Bakkinn hefur sett sérstök markmið í samfélagslegri ábyrgð og samræmt þau við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í samræmi við kjarnastarfsemi sína.

Bakkinn er með fjögur markmið í í forgrunni en þau standa fyrir jafnrétti kynja, aukinn jöfnuð, ábyrga neyslu og framleiðslu og aðgerðir í loftlagsmálum. Umhverfismál eru gríðarlega mikilvæg í starfsemi Bakkans en lögð hefur verið áhersla á að minnka kolefnisspor frá starfseminni. Á árinu 2022 var mæld heildarkolefnislosun Bakkans samtals 137 tCO2Í og er hún öll kolefnisjöfnuð, í gegnum móðurfélagið Festi, með vottuðum kolefniseiningum í Gold standardverkefni í Búlgaríu.  Verkefnið snýst um að draga úr lostun metans og framleiða raforku. Bakkinn hefur undirritað Loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.

Bakkinn gefur út upplýsingar um UFS þætti fyrir árið 2022 sem má lesa í heild sinni hér.

Samfélagsábyrgð

Bakkinn hefur til fjölda ára leitast við að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og minnka sóun í allri sinni starfssemi. Bakkinn hefur sett sérstök markmið í samfélagslegri ábyrgð og samræmt þau við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í samræmi við kjarnastarfsemi sína.

Bakkinn er með fjögur markmið í í forgrunni en þau standa fyrir jafnrétti kynja, aukinn jöfnuð, ábyrga neyslu og framleiðslu og aðgerðir í loftlagsmálum. Umhverfismál eru gríðarlega mikilvæg í starfsemi Bakkans en lögð hefur verið áhersla á að minnka kolefnisspor frá starfseminni. Á árinu 2022 var mæld heildarkolefnislosun Bakkans samtals 137 tCO2Í og er hún öll kolefnisjöfnuð, í gegnum móðurfélagið Festi, með vottuðum kolefniseiningum í Gold standardverkefni í Búlgaríu.  Verkefnið snýst um að draga úr lostun metans og framleiða raforku. Bakkinn hefur undirritað Loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.

Bakkinn gefur út upplýsingar um UFS þætti fyrir árið 2022 sem má lesa í heild sinni hér.

Banner image
Banner image

Framtíðarhorfur

Þarfir viðskiptavina hafa breyst mikið en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og áhrifa þess á vöruverð og aðfangakeðjur þá er aukin áhersla lögð á eigin innflutning eins mikið og hægt er til að tryggja vöruframboð í verslunum. Bakkinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni og viðbragðshraða til að svara þeim kröfum. Sveiflur í fjölda afhendinga frá einum tíma til annars eru komnar til að vera. Með innleiðingu nýs vöruhúsakerfis og frekari fjárfestingu í sjálfvirkni mun Bakkinn geta boðið viðskiptavinum sínum lausnir á góðu verði sem ráða betur við slík tilvik og tryggja þannig samkeppnishæfni félagsins til framtíðar þar sem gæði, þjónusta og öryggi gegna lykilhlutverki.

Framtíðarhorfur

Þarfir viðskiptavina hafa breyst mikið en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og áhrifa þess á vöruverð og aðfangakeðjur þá er aukin áhersla lögð á eigin innflutning eins mikið og hægt er til að tryggja vöruframboð í verslunum. Bakkinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni og viðbragðshraða til að svara þeim kröfum. Sveiflur í fjölda afhendinga frá einum tíma til annars eru komnar til að vera. Með innleiðingu nýs vöruhúsakerfis og frekari fjárfestingu í sjálfvirkni mun Bakkinn geta boðið viðskiptavinum sínum lausnir á góðu verði sem ráða betur við slík tilvik og tryggja þannig samkeppnishæfni félagsins til framtíðar þar sem gæði, þjónusta og öryggi gegna lykilhlutverki.

Banner image
Banner image

ELKO

Eins og undanfarin ár þá mælist ELKO stærsta raftækjaverslun landsins í öllum markaðskönnunum. Verslanir félagsins eru fimm talsins, þrjár eru á höfuðborgarsvæðinu, ein á Akureyri og ein á Keflavíkurflugvelli.  Viðskiptavinum í vefverslun félagsins fjölgar stöðugt en með öflugum samstarfsaðilum sendir verslunin vörur heim til viðskiptavina um allt land.

ELKO kappkostar að bjóða þekkt vörumerki á lágu verði og hljómar loforð félagsins til viðskiptavina þannig: „Það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli.“

Afbragðsþjónusta og góðir þjónustuskilmálar endurspegla stefnu félagsins sem er „að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni“.  Í þeim efnum má til dæmis nefna fjölbreytta fjármögnunarmöguleika, verðöryggi, verðsögu, viðbótartryggingu, inneignarnótur og gjafakort án gildistíma og 30 daga skilarétt sem er lengdur verulega í kringum jól og fermingar til að mæta þörfum viðskiptavina. Allt eru þetta vel aðgreinandi þjónustuþættir og endurspegla áherslu félagsins á að byggja upp farsælt langtímasamband við viðskiptavini.

ELKO er með sérleyfissamning við norska félagið Elkjøp sem rekur um 400 verslanir á Norðurlöndunum. Elkjøp er í eigu breska raftækjarisans Currys PLC sem rekur um samtals 1.600 verslanir í Bretlandi, Írlandi og Norður-Evrópu. Með sameiginlegum innkaupum nást betri kjör á þekktum vörumerkjum raftækja og nýtur ELKO og þar með viðskiptavinir félagsins góðs af því.

ELKO

Eins og undanfarin ár þá mælist ELKO stærsta raftækjaverslun landsins í öllum markaðskönnunum. Verslanir félagsins eru fimm talsins, þrjár eru á höfuðborgarsvæðinu, ein á Akureyri og ein á Keflavíkurflugvelli.  Viðskiptavinum í vefverslun félagsins fjölgar stöðugt en með öflugum samstarfsaðilum sendir verslunin vörur heim til viðskiptavina um allt land.

ELKO kappkostar að bjóða þekkt vörumerki á lágu verði og hljómar loforð félagsins til viðskiptavina þannig: „Það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli.“

Afbragðsþjónusta og góðir þjónustuskilmálar endurspegla stefnu félagsins sem er „að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni“.  Í þeim efnum má til dæmis nefna fjölbreytta fjármögnunarmöguleika, verðöryggi, verðsögu, viðbótartryggingu, inneignarnótur og gjafakort án gildistíma og 30 daga skilarétt sem er lengdur verulega í kringum jól og fermingar til að mæta þörfum viðskiptavina. Allt eru þetta vel aðgreinandi þjónustuþættir og endurspegla áherslu félagsins á að byggja upp farsælt langtímasamband við viðskiptavini.

ELKO er með sérleyfissamning við norska félagið Elkjøp sem rekur um 400 verslanir á Norðurlöndunum. Elkjøp er í eigu breska raftækjarisans Currys PLC sem rekur um samtals 1.600 verslanir í Bretlandi, Írlandi og Norður-Evrópu. Með sameiginlegum innkaupum nást betri kjör á þekktum vörumerkjum raftækja og nýtur ELKO og þar með viðskiptavinir félagsins góðs af því.

Það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli

Það sem skiptir þig máli skiptir okkur máli

Rekstur ársins

Heilt yfir gekk rekstur ELKO mjög vel á árinu 2022 og hefur önnur eins framþróun ekki verið hjá félaginu frá stofnun þess. Félagið skilaði sinni bestu rekstrarafkomu frá upphafi þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður skapaðar einkum vegna áhrifa stríðs í Úkraínu á vöruverð og aðfangakeðjur.  Óttar Örn Sigurbergsson tók við stöðu framkvæmdastjóra félagsins í ársbyrjun eftir að hafa starfað í flestum deildum ELKO 18 árin á undan.

Verkefnin sem unnið var að voru fjölmörg en þeirra stærst  var opnun nýrrar verslunar í Skeifunni við hlið Krónunnar sem opnaði nýja verslun sína á sama tíma. Verslunin opnaði í byrjun júlí og hefur nú þegar sannað sig á svæðinu með gríðarmiklum samlegðaráhrifum frá systurfélaginu. Verslun ELKO á Keflavíkurflugvelli fór loksins aftur á flug eftir erfið tvö ár í heimsfaraldri en mikil aukning farþega var í gegnum flugvöllinn á árinu.

Vefverslunin hélt áfram að auka sína sölu en nýr vefur var settur í loftið í byrjun desember 2021. Náði verslunin að halda sinni hlutdeild í heildarsölu ársins sem verður að teljast mjög gott þar sem mælingar sýna töluverðan samdrátt víða í lok heimsfaraldurs.

Allir þjónustumælikvarðar fóru fram úr björtustu vonum en félagið innleiddi nýja þjónustumiðaða stefnu árið 2020 sem er greinilega að skila árangri. Áfram var unnið í verkefnum tengd því að bjóða starfsfólki upp á besta vinnustaðinn, reka framúrskarandi verslanir, eiga ánægðustu viðskiptavinina og vera leiðandi í stafrænni þróun á smásölumarkaði. Þá var lögð aukin áhersla á fræðslu og þjálfun með nýjum þjálfunarstjóra og mikill kraftur settur í áframhaldandi stafræna þróun með ráðningu verkefnastjóra í stafrænni þróun.

Ljóst er að árangur ársins hefði aldrei náðst nema með samhentu og öflugu starfsfólki með skýra sýn á stefnu félagsins.

Rekstur ársins

Heilt yfir gekk rekstur ELKO mjög vel á árinu 2022 og hefur önnur eins framþróun ekki verið hjá félaginu frá stofnun þess. Félagið skilaði sinni bestu rekstrarafkomu frá upphafi þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður skapaðar einkum vegna áhrifa stríðs í Úkraínu á vöruverð og aðfangakeðjur.  Óttar Örn Sigurbergsson tók við stöðu framkvæmdastjóra félagsins í ársbyrjun eftir að hafa starfað í flestum deildum ELKO 18 árin á undan.

Verkefnin sem unnið var að voru fjölmörg en þeirra stærst  var opnun nýrrar verslunar í Skeifunni við hlið Krónunnar sem opnaði nýja verslun sína á sama tíma. Verslunin opnaði í byrjun júlí og hefur nú þegar sannað sig á svæðinu með gríðarmiklum samlegðaráhrifum frá systurfélaginu. Verslun ELKO á Keflavíkurflugvelli fór loksins aftur á flug eftir erfið tvö ár í heimsfaraldri en mikil aukning farþega var í gegnum flugvöllinn á árinu.

Vefverslunin hélt áfram að auka sína sölu en nýr vefur var settur í loftið í byrjun desember 2021. Náði verslunin að halda sinni hlutdeild í heildarsölu ársins sem verður að teljast mjög gott þar sem mælingar sýna töluverðan samdrátt víða í lok heimsfaraldurs.

Allir þjónustumælikvarðar fóru fram úr björtustu vonum en félagið innleiddi nýja þjónustumiðaða stefnu árið 2020 sem er greinilega að skila árangri. Áfram var unnið í verkefnum tengd því að bjóða starfsfólki upp á besta vinnustaðinn, reka framúrskarandi verslanir, eiga ánægðustu viðskiptavinina og vera leiðandi í stafrænni þróun á smásölumarkaði. Þá var lögð aukin áhersla á fræðslu og þjálfun með nýjum þjálfunarstjóra og mikill kraftur settur í áframhaldandi stafræna þróun með ráðningu verkefnastjóra í stafrænni þróun.

Ljóst er að árangur ársins hefði aldrei náðst nema með samhentu og öflugu starfsfólki með skýra sýn á stefnu félagsins.

94%

Ánægja viðskiptavina

6,4 milljónir

Heimsókna í vefverslun

9 ár

Framúrskarandi fyrirtæki CreditInfo

5. sæti

Í íslensku ánægjuvoginni í flokki smásöluverslana

94%

Ánægja viðskiptavina

6,4 milljónir

Heimsókna í vefverslun

9 ár

Framúrskarandi fyrirtæki CreditInfo

5. sæti

Í íslensku ánægjuvoginni í flokki smásöluverslana

Samfélagsábyrgð

ELKO vinnur eftir fimm af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og eru þar í forgrunni ábyrgir viðskiptahættir, heilsa og vellíðan,  umhverfis- og loftslagsmál.  Félagið hefur sett sér skýr markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang frá starfseminni, auka endurvinnslu og kolefnisjafna alla starfsemina.

Tekið er á móti notuðum raftækjum, blekhylkjum, ljósa- og flúrperum, tölvum, símum og smáum raftækjum til endurvinnslu í öllum verslunum. Félagið kaupir einnig notuð raftæki í vissum vöruflokkum þar sem raftækjum er komið aftur í hringrásarferli þar sem þau eru endurunnin eða yfirfarin af viðurkenndum erlendum aðilum og seld aftur sem notuð vara. Með því er líftími vörunnar lengdur og um leið dregið úr sóun til að fleiri njóti góðs af. Á árinu 2022 var metfjölda tækja komið í hringrásarferlið, eða rúmlega 4.300 raftækjum.

ELKO leggur áherslu á að draga úr allri sóun með 30 daga skilarétti á öllum vörum sem keyptar eru af félaginu.  Þetta er gert til að tryggja að viðskiptavinir kaupi og noti aðeins þær vörur sem henta þeim. Þeim vörum sem skilað er aftur inn á þessum grunni eru seldar síðan aftur með afslætti.

ELKO leggur ríka áherslu á fræðslu um rafíþróttir og heilbrigða nálgun barna við tölvuleikjaspilun. Á árinu var meðal annars gefinn út fræðslubæklingur fyrir foreldra og tölvuleikjaspilara, ásamt því að haldin voru fræðslukvöld fyrir foreldra sem heppnuðust mjög vel.

ELKO leggur áherslu á jafnrétti með jafnlaunavottun, jafnlaunastefnu og markvissum aðgerðum til að jafna stöðu allra á vinnustaðnum.

ELKO heldur úti styrktarsjóði en tilgangur hans er að styrkja málefni og verkefni sem hjálpa öllum að njóta tækni, efla nýsköpun og auka lífsgæði. Félagið styrkir fjölmörg verkefni á hverju ári í gegnum styrktarsjóðinn en heildarúthlutanir úr sjóðnum árið 2022 námu rúmlega 13 milljónum króna. Helstu styrkveitingar ársins voru til flóttafólks frá Úkraínu þar sem hátt í 60 íbúðir voru útbúnar með raftækjum og afþreyingu frá félaginu.

ELKO gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2022 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: elko.is/samfelagsskyrsla

Samfélagsábyrgð

ELKO vinnur eftir fimm af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og eru þar í forgrunni ábyrgir viðskiptahættir, heilsa og vellíðan,  umhverfis- og loftslagsmál.  Félagið hefur sett sér skýr markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang frá starfseminni, auka endurvinnslu og kolefnisjafna alla starfsemina.

Tekið er á móti notuðum raftækjum, blekhylkjum, ljósa- og flúrperum, tölvum, símum og smáum raftækjum til endurvinnslu í öllum verslunum. Félagið kaupir einnig notuð raftæki í vissum vöruflokkum þar sem raftækjum er komið aftur í hringrásarferli þar sem þau eru endurunnin eða yfirfarin af viðurkenndum erlendum aðilum og seld aftur sem notuð vara. Með því er líftími vörunnar lengdur og um leið dregið úr sóun til að fleiri njóti góðs af. Á árinu 2022 var metfjölda tækja komið í hringrásarferlið, eða rúmlega 4.300 raftækjum.

ELKO leggur áherslu á að draga úr allri sóun með 30 daga skilarétti á öllum vörum sem keyptar eru af félaginu.  Þetta er gert til að tryggja að viðskiptavinir kaupi og noti aðeins þær vörur sem henta þeim. Þeim vörum sem skilað er aftur inn á þessum grunni eru seldar síðan aftur með afslætti.

ELKO leggur ríka áherslu á fræðslu um rafíþróttir og heilbrigða nálgun barna við tölvuleikjaspilun. Á árinu var meðal annars gefinn út fræðslubæklingur fyrir foreldra og tölvuleikjaspilara, ásamt því að haldin voru fræðslukvöld fyrir foreldra sem heppnuðust mjög vel.

ELKO leggur áherslu á jafnrétti með jafnlaunavottun, jafnlaunastefnu og markvissum aðgerðum til að jafna stöðu allra á vinnustaðnum.

ELKO heldur úti styrktarsjóði en tilgangur hans er að styrkja málefni og verkefni sem hjálpa öllum að njóta tækni, efla nýsköpun og auka lífsgæði. Félagið styrkir fjölmörg verkefni á hverju ári í gegnum styrktarsjóðinn en heildarúthlutanir úr sjóðnum árið 2022 námu rúmlega 13 milljónum króna. Helstu styrkveitingar ársins voru til flóttafólks frá Úkraínu þar sem hátt í 60 íbúðir voru útbúnar með raftækjum og afþreyingu frá félaginu.

ELKO gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2022 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: elko.is/samfelagsskyrsla

Banner image
Banner image

Vottanir og verðlaun

ELKO hefur fengið vottun Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki á hverju ári samfleytt frá árinu 2014, en til þess að teljast framúrskarandi fyrirtæki þarf að uppfylla ströng skilyrði sem bæði snúa að rekstri og samfélagsábyrgð.

ELKO lenti í öðru sæti í Íslensku ánægjuvoginni í flokki raftækjaverslana annað árið í röð en munurinn á milli hafði minnkað mikið milli ára.  Félagið lenti í fimmta sæti allra félaga á smásölumarkaði sem sýnir vel hvað félagið stendur vel að þessu leyti.

ELKO fékk viðurkenningu sem „Fyrirtæki ársins“ hjá VR í flokki fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn.  Mikið hefur verið lagt upp úr ánægju starfsfólks með reglulegum vinnustofum sem greinilega er að skila árangri.

ELKO leggur áherslu á að vera með sterkan og fjölbreyttan stjórnendahóp og fékk einnig viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fyrir jafnt hlutfall kynja í stjórnunarstöðum.

Vottanir og verðlaun

ELKO hefur fengið vottun Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki á hverju ári samfleytt frá árinu 2014, en til þess að teljast framúrskarandi fyrirtæki þarf að uppfylla ströng skilyrði sem bæði snúa að rekstri og samfélagsábyrgð.

ELKO lenti í öðru sæti í Íslensku ánægjuvoginni í flokki raftækjaverslana annað árið í röð en munurinn á milli hafði minnkað mikið milli ára.  Félagið lenti í fimmta sæti allra félaga á smásölumarkaði sem sýnir vel hvað félagið stendur vel að þessu leyti.

ELKO fékk viðurkenningu sem „Fyrirtæki ársins“ hjá VR í flokki fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn.  Mikið hefur verið lagt upp úr ánægju starfsfólks með reglulegum vinnustofum sem greinilega er að skila árangri.

ELKO leggur áherslu á að vera með sterkan og fjölbreyttan stjórnendahóp og fékk einnig viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fyrir jafnt hlutfall kynja í stjórnunarstöðum.

Framtíðarhorfur

Árið 2023 er ár traustra ráðgjafa hjá ELKO. Mikil áhersla verður lögð á nýliðamóttöku, þjálfun og gott samtal starfsmanna við stjórnendur. Í lok árs er markmiðið að starfsfólk hafi þá sýn að þau séu traustir ráðgjafar sem ráðleggi viðskiptavinum um hvernig þeir geti með ótrúlegri tækni gert sér lífið auðveldara og þægilegra.

Helstu markmið ársins eru að vera leiðandi í ánægju viðskiptavina á raftækjamarkaði, ná markmiðum í starfsmannaánægju, sem nú þegar er með því hæsta sem gerist á smásölumarkaði, og framkvæma mat á helstu birgjum svo að tryggt verði að samstarfsaðilar uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.

Fjölmörg verkefni liggja fyrir. Má þar meðal annars nefna endurnýjun verslunar í Lindum, flutning komuverslunar á Keflavíkurflugvelli á nýjan stað, innleiðingu nýrra stafrænna lausna fyrir pantanir viðskiptavina í verslunum  og töku nýrra vöruflokka í sölu sem munu styðja við heildarúrval ELKO.

Áfram verður lögð rík áhersla á að leita leiða til að auka þjónustu við viðskiptavini með nýjum lausnum og breiðu vöru- og þjónustuframboði með gagnsæi, traust og góða þjónustu að leiðarljósi. Trú stjórnenda er að þetta sé grundvöllurinn að góðu langtímasambandi við viðskiptavini félagins og góðum rekstri.

Framtíðarhorfur

Árið 2023 er ár traustra ráðgjafa hjá ELKO. Mikil áhersla verður lögð á nýliðamóttöku, þjálfun og gott samtal starfsmanna við stjórnendur. Í lok árs er markmiðið að starfsfólk hafi þá sýn að þau séu traustir ráðgjafar sem ráðleggi viðskiptavinum um hvernig þeir geti með ótrúlegri tækni gert sér lífið auðveldara og þægilegra.

Helstu markmið ársins eru að vera leiðandi í ánægju viðskiptavina á raftækjamarkaði, ná markmiðum í starfsmannaánægju, sem nú þegar er með því hæsta sem gerist á smásölumarkaði, og framkvæma mat á helstu birgjum svo að tryggt verði að samstarfsaðilar uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.

Fjölmörg verkefni liggja fyrir. Má þar meðal annars nefna endurnýjun verslunar í Lindum, flutning komuverslunar á Keflavíkurflugvelli á nýjan stað, innleiðingu nýrra stafrænna lausna fyrir pantanir viðskiptavina í verslunum  og töku nýrra vöruflokka í sölu sem munu styðja við heildarúrval ELKO.

Áfram verður lögð rík áhersla á að leita leiða til að auka þjónustu við viðskiptavini með nýjum lausnum og breiðu vöru- og þjónustuframboði með gagnsæi, traust og góða þjónustu að leiðarljósi. Trú stjórnenda er að þetta sé grundvöllurinn að góðu langtímasambandi við viðskiptavini félagins og góðum rekstri.

Banner image
Banner image

Festi fasteignir

Fasteignarekstur samstæðunnar fer fram í tveimur félögum. Annars vegar í Festi sem á og rekur fasteignir sem tilheyra að mestu starfsemi N1 og hins vegar í dótturfélaginu Festi fasteignum sem á og rekur allar aðrar fasteignir samstæðunnar. Festi fasteignir sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til dótturfélaga Festi. Starfsmenn framkvæmdadeildar Festi halda utan um allar framkvæmdir á fasteignum og lóðum samstæðunnar hvort sem er í viðhaldsverkefnum eða nýfjárfestingum. Fasteignastarfsemin er rekin með það að markmiði að fjárbinding í fasteignum sé arðbær og styðji við kjarnastarfsemi samstæðunnar.

Heildarfjöldi fasteigna í eigu samstæðunnar í árslok 2022 var 87 og eru þær samtals um 95 þúsund fermetrar. Nýtingarhlutfallið er 98% en 88% af fermetrafjöldanum er notað fyrir eigin rekstur.

Festi fasteignir

Fasteignarekstur samstæðunnar fer fram í tveimur félögum. Annars vegar í Festi sem á og rekur fasteignir sem tilheyra að mestu starfsemi N1 og hins vegar í dótturfélaginu Festi fasteignum sem á og rekur allar aðrar fasteignir samstæðunnar. Festi fasteignir sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til dótturfélaga Festi. Starfsmenn framkvæmdadeildar Festi halda utan um allar framkvæmdir á fasteignum og lóðum samstæðunnar hvort sem er í viðhaldsverkefnum eða nýfjárfestingum. Fasteignastarfsemin er rekin með það að markmiði að fjárbinding í fasteignum sé arðbær og styðji við kjarnastarfsemi samstæðunnar.

Heildarfjöldi fasteigna í eigu samstæðunnar í árslok 2022 var 87 og eru þær samtals um 95 þúsund fermetrar. Nýtingarhlutfallið er 98% en 88% af fermetrafjöldanum er notað fyrir eigin rekstur.

Útleiga og rekstur fasteigna til félaga í atvinnurekstri

Útleiga og rekstur fasteigna til félaga í atvinnurekstri

Rekstur ársins

Rekstur ársins gekk vel og í samræmi við áætlanir félagsins. Unnið var að fjölmörgum endurbótum og nýfjárfestingum á árinu en þessar voru helstar:

Fjórar nýjar verslanir voru opnaðar á árinu fyrir Krónuna og ELKO:

  • Borgartúni 26, Rvk  – 12.maí var ný verslun opnuð í 890 m2 húsnæði sem var breytt sérstaklega fyrir Krónuna.
  • Skeifan 19, Rvk  – 7.júlí var ný verslun opnuð  í 2.260 m2 endurnýjuðu húsnæði sem Myllan var rekin í áður breytt fyrir Krónuna.
  • Skeifan 19, Rvk – 7.júlí var ný verslun opnuð í 1.985 m2 endurnýjuðu húsnæði sem Myllan var rekin í áður breytt fyrir ELKO.
  • Tryggvabraut 8 Aku – 1.desember var ný verslun opnuð í 2.080 m2 húsnæði sem var byggt sérstaklega fyrir Krónuna. Framkvæmdir við byggingu húnæðisins hófst sumarið 2021.

Hjá N1 var farið í fjölmörg verkefni og má nefna eftirfarandi:

  • Bíldshöfði – Djúsí sett upp á þessari staðsetningu.
  • Borgarnes – endurnýjun gólefna og húsgagna í veitingasal.
  • Borgartún – Ísey og Djúsí sett upp á þessari staðsetningu.
  • Háholti Mosfellsbæ – endurnýjun á þjónustuhluta.
  • Hveragerði – verslun og baksvæði endurnýjuð.
  • Klettagarðar 4, Rvk – keypt 2.048 m2 fasteign þar sem N1 opnaði bílaþjónustu í hluta húsnæðisins í ágúst.
  • Staðarskáli – endurnýjun á sjálfsafgreiðslusvæði, lýsingu og kaffistofu fyrir atvinnubílstjóra og farastjóra.
  • Flugvelir 27, Reykjanesbæ – í september 2022 hófust framkvæmdir við 1.370 m2 atvinnuhúsnæði og eldsneytisstöð fyrir N1, áætlað er að framkvæmdum ljúki á fjórða ársfjórðungi 2023.

Tvær stærri fasteignir voru seldar út úr samstæðunni á árinu en það voru eignir við Reykjavíkurveg 50 í Hafnarfirði og í Skeifunni 11 í Reykjavík. Sölurnar eru í takt við stefnu félagsins um sölu fasteigna þar sem eigin starfsemi er undir ákveðnu hlutfalli í viðkomandi eign.

Rekstur ársins

Rekstur ársins gekk vel og í samræmi við áætlanir félagsins. Unnið var að fjölmörgum endurbótum og nýfjárfestingum á árinu en þessar voru helstar:

Fjórar nýjar verslanir voru opnaðar á árinu fyrir Krónuna og ELKO:

  • Borgartúni 26, Rvk  – 12.maí var ný verslun opnuð í 890 m2 húsnæði sem var breytt sérstaklega fyrir Krónuna.
  • Skeifan 19, Rvk  – 7.júlí var ný verslun opnuð  í 2.260 m2 endurnýjuðu húsnæði sem Myllan var rekin í áður breytt fyrir Krónuna.
  • Skeifan 19, Rvk – 7.júlí var ný verslun opnuð í 1.985 m2 endurnýjuðu húsnæði sem Myllan var rekin í áður breytt fyrir ELKO.
  • Tryggvabraut 8 Aku – 1.desember var ný verslun opnuð í 2.080 m2 húsnæði sem var byggt sérstaklega fyrir Krónuna. Framkvæmdir við byggingu húnæðisins hófst sumarið 2021.

Hjá N1 var farið í fjölmörg verkefni og má nefna eftirfarandi:

  • Bíldshöfði – Djúsí sett upp á þessari staðsetningu.
  • Borgarnes – endurnýjun gólefna og húsgagna í veitingasal.
  • Borgartún – Ísey og Djúsí sett upp á þessari staðsetningu.
  • Háholti Mosfellsbæ – endurnýjun á þjónustuhluta.
  • Hveragerði – verslun og baksvæði endurnýjuð.
  • Klettagarðar 4, Rvk – keypt 2.048 m2 fasteign þar sem N1 opnaði bílaþjónustu í hluta húsnæðisins í ágúst.
  • Staðarskáli – endurnýjun á sjálfsafgreiðslusvæði, lýsingu og kaffistofu fyrir atvinnubílstjóra og farastjóra.
  • Flugvelir 27, Reykjanesbæ – í september 2022 hófust framkvæmdir við 1.370 m2 atvinnuhúsnæði og eldsneytisstöð fyrir N1, áætlað er að framkvæmdum ljúki á fjórða ársfjórðungi 2023.

Tvær stærri fasteignir voru seldar út úr samstæðunni á árinu en það voru eignir við Reykjavíkurveg 50 í Hafnarfirði og í Skeifunni 11 í Reykjavík. Sölurnar eru í takt við stefnu félagsins um sölu fasteigna þar sem eigin starfsemi er undir ákveðnu hlutfalli í viðkomandi eign.

87

Eignir í eigu samstæðunnar

98%

Húsnæðis í útleigu

95.000

Samtals fermetrar

88%

Eigin not húsnæðis

87

Eignir í eigu samstæðunnar

98%

Húsnæðis í útleigu

95.000

Samtals fermetrar

88%

Eigin not húsnæðis

Banner image
Banner image

Framtíðarhorfur

Mikil þekking er á fasteignarekstri hjá samstæðunni. Markmiðin eru áfram að leita allra leiða til að reka fasteignir félaganna á sem hagkvæmastan hátt og standa þétt við bakið á stjórnendum við mat á nýjum fjárfestingarkostum.  Áhersla verður lögð á að auka nýtingarhlutfall fasteigna með nýjum leigusamningum og endurnýjun á eldri leigusamningum.

Stór verkefni eru framundan á árinu 2023.  Ný þjónustustöð N1 í Reykjanesbæ, stækkun þjónustustöðvar á Blöndósi, uppbygging rafhleðslustöðva vítt og breytt um landið ásamt fjölmargra viðhalds- og endurnýjunarverkefna á starfsstöðvum félaganna um allt Ísland.

Framtíðarhorfur

Mikil þekking er á fasteignarekstri hjá samstæðunni. Markmiðin eru áfram að leita allra leiða til að reka fasteignir félaganna á sem hagkvæmastan hátt og standa þétt við bakið á stjórnendum við mat á nýjum fjárfestingarkostum.  Áhersla verður lögð á að auka nýtingarhlutfall fasteigna með nýjum leigusamningum og endurnýjun á eldri leigusamningum.

Stór verkefni eru framundan á árinu 2023.  Ný þjónustustöð N1 í Reykjanesbæ, stækkun þjónustustöðvar á Blöndósi, uppbygging rafhleðslustöðva vítt og breytt um landið ásamt fjölmargra viðhalds- og endurnýjunarverkefna á starfsstöðvum félaganna um allt Ísland.

Banner image
Banner image

Krónan

Krónan fagnaði 22 árum í smásölu á Íslandi á árinu 2022. Félagið sérhæfir sig í dagvörusölu og starfrækir lágvöruverðsverslanir um allt land undir merkjum Krónunnar, ásamt vefverslun sem býður upp á heimsendingar og að sækja í verslun. Markaðshlutdeild hefur aukist jafnt og þétt, ekki síst á síðustu árum með breyttri nálgun í markaðssetningu, upplifun í verslunum, áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfismál, hollustu og snjallar lausnir. 

Krónan, í krafti stærðar sinnar, vill hafa áhrif til góðs þar sem samfélagsleg ábyrgð og umhverfisvænar áherslur eru í algjöru fyrirrúmi. Þessir þættir ásamt framtíðarsýninni að gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífstíl að daglegum venjum allra veitir skýran vegvísi fyrir allt starfsfólk.  Þjónustuloforð okkar„ „allt til að einfalda líf viðskiptavinarins“ endurspeglar einn lið í stefnu félagsins sem er að okkar áliti lykillinn í mótun dagvöruverslunar framtíðarinnar.

Við vitum að starfsfólkið er lykillinn að okkar velgengni og er mikið lagt upp úr samheldni og jákvæðu starfsumhverfi þar sem fjölbreytileika er fagnað.

Krónan

Krónan fagnaði 22 árum í smásölu á Íslandi á árinu 2022. Félagið sérhæfir sig í dagvörusölu og starfrækir lágvöruverðsverslanir um allt land undir merkjum Krónunnar, ásamt vefverslun sem býður upp á heimsendingar og að sækja í verslun. Markaðshlutdeild hefur aukist jafnt og þétt, ekki síst á síðustu árum með breyttri nálgun í markaðssetningu, upplifun í verslunum, áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfismál, hollustu og snjallar lausnir. 

Krónan, í krafti stærðar sinnar, vill hafa áhrif til góðs þar sem samfélagsleg ábyrgð og umhverfisvænar áherslur eru í algjöru fyrirrúmi. Þessir þættir ásamt framtíðarsýninni að gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífstíl að daglegum venjum allra veitir skýran vegvísi fyrir allt starfsfólk.  Þjónustuloforð okkar„ „allt til að einfalda líf viðskiptavinarins“ endurspeglar einn lið í stefnu félagsins sem er að okkar áliti lykillinn í mótun dagvöruverslunar framtíðarinnar.

Við vitum að starfsfólkið er lykillinn að okkar velgengni og er mikið lagt upp úr samheldni og jákvæðu starfsumhverfi þar sem fjölbreytileika er fagnað.

Ódýr, umhverfisvæn, holl og snjöll

Ódýr, umhverfisvæn, holl og snjöll

Rekstur ársins

Árið 2022 var um margt mjög viðburðarríkt í rekstri félagsins.  Fyrst má telja að Krónan skilaði sinni bestu afkomu frá upphafi, ef frá er talinn söluhagnaður vegna sölu tveggja verslana á árinu 2021.  Þá voru þrjár nýjar glæsilegar verslanir opnaðar, tvær á höfuðborgarsvæðinu og ein á Akureyri og voru verslanirnar þá orðnar 26 talsins auk snjallverslunar í lok árs 2022.  Einnig var ráðist í endurnýjun á verslunum í Mosfellsbæ og Árbæ við góðar undirtektir viðskiptavina ásamt því að opnunartími í völdum verslunum var lengdur á árinu.

Snjallverslun Krónunnar er í stöðugum vexti og  sífelldri þróun til að tryggja heildstæða upplifun viðskiptavina en einnig til að tryggja stöðugleika og skilvirkni í innri ferlum. Lykillinn hér sem og í annarri þjónustuþróun Krónunnar er þetta virka samtal við bæði starfsfólk og viðskiptavini um að gera betur í dag en í gær.  Undir lok árs 2021, þá kynnti Krónan „Skannað og skundað,“ nýja tæknilausn í snjallversluninni en með henni geta viðskiptavinir skannað vörur, greitt og gengið út án þess að fara í röð, á beltakassa eða í sjálfsafgreiðslu. Lausnin var innleidd í allar verslanir Krónunnar á árinu og hefur notendum fjölgað gífurlega, en nú eru um 45 þúsund matarkörfur verslaðar í hverjum mánuði með snjalllausninni.

Ákveðið var undir lok ársins að leggja niður Kr.- vörumerkið og breyta Kr.- verslunum á Vík og Þorlákshöfn í Krónuverslanir. Við þetta var verð á öllum vörum samræmt við aðrar Krónuverslanir en framkvæmdir í verslunum til að geta boðið viðskiptavinum upp á hina sönnu Krónuupplifun, bíða ársins 2023.

Í lok árs var framleiðslufyrirtækið Icelandic Food Company keypt og gert að dótturfyrirtæki Krónunnar. Fyrirtækið sérhæfir sig í hálftilbúnum og tilbúnum réttum og mun þetta styrkja stoðir Krónunnar enn frekar í þróun og framboði á þessum ört vaxandi vöruflokk og gera Krónunni betur kleift að svara væntingum og þörfum viðskiptavina.

Heilt yfir þá var niðurstaða ársins mjög góð, ekki síst þegar horft er til þeirra krefjandi markaðsaðstæðna sem ríktu vegna stríðs í Úkraínu og áhrifa þess á verðbólgu, vöruverð og aðfangakeðjur.  Til að leggja hönd á vogarskálarnar gegn aukinni verðbólgu þá frysti Krónan vöruverð á yfir 240 lágvöruverðsvörum frá ágústlokum fram til loka árs, þar sem skýr merki voru í þá átt að neytendur voru að færa sig yfir í ódýrari valkosti í ljósi verðlagsþróunar. Krónan vildi með þessu sýna að hún er trú sínu loforði að koma réttu vöruúrvali í hendur viðskiptavina á sem ódýrastan hátt.   Krónan mun áfram sem endranær leita allra leiða til að hagræða í verðum og sporna við auknum kostnaði í aðfangakeðjunni og skila árangrinum til neytenda í formi lægra vöruverðs.

Rekstur ársins

Árið 2022 var um margt mjög viðburðarríkt í rekstri félagsins.  Fyrst má telja að Krónan skilaði sinni bestu afkomu frá upphafi, ef frá er talinn söluhagnaður vegna sölu tveggja verslana á árinu 2021.  Þá voru þrjár nýjar glæsilegar verslanir opnaðar, tvær á höfuðborgarsvæðinu og ein á Akureyri og voru verslanirnar þá orðnar 26 talsins auk snjallverslunar í lok árs 2022.  Einnig var ráðist í endurnýjun á verslunum í Mosfellsbæ og Árbæ við góðar undirtektir viðskiptavina ásamt því að opnunartími í völdum verslunum var lengdur á árinu.

Snjallverslun Krónunnar er í stöðugum vexti og  sífelldri þróun til að tryggja heildstæða upplifun viðskiptavina en einnig til að tryggja stöðugleika og skilvirkni í innri ferlum. Lykillinn hér sem og í annarri þjónustuþróun Krónunnar er þetta virka samtal við bæði starfsfólk og viðskiptavini um að gera betur í dag en í gær.  Undir lok árs 2021, þá kynnti Krónan „Skannað og skundað,“ nýja tæknilausn í snjallversluninni en með henni geta viðskiptavinir skannað vörur, greitt og gengið út án þess að fara í röð, á beltakassa eða í sjálfsafgreiðslu. Lausnin var innleidd í allar verslanir Krónunnar á árinu og hefur notendum fjölgað gífurlega, en nú eru um 45 þúsund matarkörfur verslaðar í hverjum mánuði með snjalllausninni.

Ákveðið var undir lok ársins að leggja niður Kr.- vörumerkið og breyta Kr.- verslunum á Vík og Þorlákshöfn í Krónuverslanir. Við þetta var verð á öllum vörum samræmt við aðrar Krónuverslanir en framkvæmdir í verslunum til að geta boðið viðskiptavinum upp á hina sönnu Krónuupplifun, bíða ársins 2023.

Í lok árs var framleiðslufyrirtækið Icelandic Food Company keypt og gert að dótturfyrirtæki Krónunnar. Fyrirtækið sérhæfir sig í hálftilbúnum og tilbúnum réttum og mun þetta styrkja stoðir Krónunnar enn frekar í þróun og framboði á þessum ört vaxandi vöruflokk og gera Krónunni betur kleift að svara væntingum og þörfum viðskiptavina.

Heilt yfir þá var niðurstaða ársins mjög góð, ekki síst þegar horft er til þeirra krefjandi markaðsaðstæðna sem ríktu vegna stríðs í Úkraínu og áhrifa þess á verðbólgu, vöruverð og aðfangakeðjur.  Til að leggja hönd á vogarskálarnar gegn aukinni verðbólgu þá frysti Krónan vöruverð á yfir 240 lágvöruverðsvörum frá ágústlokum fram til loka árs, þar sem skýr merki voru í þá átt að neytendur voru að færa sig yfir í ódýrari valkosti í ljósi verðlagsþróunar. Krónan vildi með þessu sýna að hún er trú sínu loforði að koma réttu vöruúrvali í hendur viðskiptavina á sem ódýrastan hátt.   Krónan mun áfram sem endranær leita allra leiða til að hagræða í verðum og sporna við auknum kostnaði í aðfangakeðjunni og skila árangrinum til neytenda í formi lægra vöruverðs.

26

Matvöruverslanir

Svansvottun

Fyrsta verslunarkeðjan á Íslandi

6 ár

Ánægðustu viðskiptavinirnir á matvörumarkaði

4,03

Heildaránægja starfsfólks

26

Matvöruverslanir

Svansvottun

Fyrsta verslunarkeðjan á Íslandi

6 ár

Ánægðustu viðskiptavinirnir á matvörumarkaði

4,03

Heildaránægja starfsfólks

Samfélagsábyrgð

Krónan er í krafti stærðar sinnar sífellt að leita leiða til að hafa áhrif til góðs á umhverfi sitt.  Samfélagsábyrgðin skiptir gríðarlegu máli en félagið hefur mótað markmið sín og samræmt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Krónan leggur þar áherslu á þrjá megin umhverfisþætti í rekstri sínum; draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðir. Árangur hefur náðst í öllum þessum þáttum sem endurspeglast m.a.  í því að allar verslanir félagsins eru svansvottaðar, fyrstar á Íslandi á þessu sviði.

Samfélagsleg ábyrgð takmarkast ekki við eitt teymi innan Krónunnar heldur vinnur allt starfsfólk saman að því að hafa áhrif til góðs. Reynslan hefur sýnt að besti árangurinn næst með því að fá sem flesta að borðinu þ.m.t. starfsfólk, birgja, samstarfsaðila og  viðskiptavini en þá koma oftast fram frábærar hugmyndir sem þróaðar eru og unnar áfram til innleiðingar.

Krónan elskar hollar og ferskar matvörur. Í verslunum félagsins þá er hollari kostum raðað framar þeim óhollari en grænmeti og ávexti taka alltaf fyrst á móti viðskiptavinum okkar. Sem liður í að minnka matarsóun þá er daglega vörum með lítinn líftíma raðað saman, merktar þannig og seldar á miklum afslætti.  Þá hefur Krónan sett sér markmið um að minnka umbúðir á vörum með því að bjóða umbúðalausar lausnir þegar hægt er en einnig er reynt að velja vörur með umhverfisvænum umbúðum fram yfir aðrar. Á árinu voru innleiddar ýmsar nýjar lausnir til að stuðla frekar að umbúðalausum lífsstíl eins og umbúðalaus þurrvörubar þar sem viðskiptavinir mæta með sín eigin ílát og greitt er eftir vigt. Þá flokkar Krónan og endurvinnur allt plast og allan pappa sem fellur til í starfseminni.

Við viljum að Krónan sé frábær vinnustaður sem fagnar jafnrétti og fjölbreytileika. Krónan hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar ásamt því að bjóða öllu starfsfólki sérstakan velferðarpakka til að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Á árinu setti Krónan aukið fjármagn í samfélagsstyrki og matarúthlutanir. Sem dæmi lagði Krónan ásamt viðskiptavinum samanlagt 10 milljónir króna í matarúthlutanir til 450 fjölskyldna yfir jólatímann árið 2022, 15 milljónir króna í aðstoð til Úkraínu og yfir 5 milljónir króna í samfélagsstyrki í nærsvæðum verslanna sinna.

Krónan gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2022 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: kronan.is/samfelagsskyrsla

Samfélagsábyrgð

Krónan er í krafti stærðar sinnar sífellt að leita leiða til að hafa áhrif til góðs á umhverfi sitt.  Samfélagsábyrgðin skiptir gríðarlegu máli en félagið hefur mótað markmið sín og samræmt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Krónan leggur þar áherslu á þrjá megin umhverfisþætti í rekstri sínum; draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðir. Árangur hefur náðst í öllum þessum þáttum sem endurspeglast m.a.  í því að allar verslanir félagsins eru svansvottaðar, fyrstar á Íslandi á þessu sviði.

Samfélagsleg ábyrgð takmarkast ekki við eitt teymi innan Krónunnar heldur vinnur allt starfsfólk saman að því að hafa áhrif til góðs. Reynslan hefur sýnt að besti árangurinn næst með því að fá sem flesta að borðinu þ.m.t. starfsfólk, birgja, samstarfsaðila og  viðskiptavini en þá koma oftast fram frábærar hugmyndir sem þróaðar eru og unnar áfram til innleiðingar.

Krónan elskar hollar og ferskar matvörur. Í verslunum félagsins þá er hollari kostum raðað framar þeim óhollari en grænmeti og ávexti taka alltaf fyrst á móti viðskiptavinum okkar. Sem liður í að minnka matarsóun þá er daglega vörum með lítinn líftíma raðað saman, merktar þannig og seldar á miklum afslætti.  Þá hefur Krónan sett sér markmið um að minnka umbúðir á vörum með því að bjóða umbúðalausar lausnir þegar hægt er en einnig er reynt að velja vörur með umhverfisvænum umbúðum fram yfir aðrar. Á árinu voru innleiddar ýmsar nýjar lausnir til að stuðla frekar að umbúðalausum lífsstíl eins og umbúðalaus þurrvörubar þar sem viðskiptavinir mæta með sín eigin ílát og greitt er eftir vigt. Þá flokkar Krónan og endurvinnur allt plast og allan pappa sem fellur til í starfseminni.

Við viljum að Krónan sé frábær vinnustaður sem fagnar jafnrétti og fjölbreytileika. Krónan hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar ásamt því að bjóða öllu starfsfólki sérstakan velferðarpakka til að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Á árinu setti Krónan aukið fjármagn í samfélagsstyrki og matarúthlutanir. Sem dæmi lagði Krónan ásamt viðskiptavinum samanlagt 10 milljónir króna í matarúthlutanir til 450 fjölskyldna yfir jólatímann árið 2022, 15 milljónir króna í aðstoð til Úkraínu og yfir 5 milljónir króna í samfélagsstyrki í nærsvæðum verslanna sinna.

Krónan gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2022 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: kronan.is/samfelagsskyrsla

Banner image
Banner image

Vottanir og verðlaun

Stærsta viðurkenning ársins var að fá „Íslensku ánægjuvogina“, sjötta árið í röð. Ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem mæld er reglulega yfir árið og hlaut Krónan hæstu einkunn meðal matvöruverslana og var jafnframt eina matvöruverslunin sem hlaut hærri einkunn í ár en í fyrra.

Snjallverslun Krónunnar mældist með hæstu meðmælatryggð meðal viðskiptavina á smásölumarkaði árið 2022 samkvæmt Maskínu, ásamt því að vera valin „Stafræna lausn ársins“ á íslensku vefverðlaununum.

Krónan var valin eitt af topp fimm markaðsfyrirtækjum á Íslandi af Ímark, samtökum markaðs- og auglýsingafólks á Íslandi. Krónan hlaut einnig viðurkenningu vörumerkjastofunnar Brandr sem „Besta íslenska vörumerkið“ á einstaklingsmarkaði með 50 starfsmenn eða flleiri.

Krónan hlaut „Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022“. Markmiðið verðlaunanna er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem hafa sett jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Krónan hlaut einnig „viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar“ sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu. Viðurkenninguna hljóta þau félög sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar. Tilgangur verkefnisins er jafnframt að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir.

Krónan hlaut tilnefningu til „Fjöreggsins“, sem eru verðlaun veitt af Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands (MNÍ) fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Krónan var tilnefnd fyrir eftirtektarverðan árangur í að draga úr matarsóun. Einnig fyrir markvissa stefnu í að stuðla að bættri lýðheilsu með auðveldara aðgengi að hollari kosti í verslunum Krónunnar.

Vottanir og verðlaun

Stærsta viðurkenning ársins var að fá „Íslensku ánægjuvogina“, sjötta árið í röð. Ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem mæld er reglulega yfir árið og hlaut Krónan hæstu einkunn meðal matvöruverslana og var jafnframt eina matvöruverslunin sem hlaut hærri einkunn í ár en í fyrra.

Snjallverslun Krónunnar mældist með hæstu meðmælatryggð meðal viðskiptavina á smásölumarkaði árið 2022 samkvæmt Maskínu, ásamt því að vera valin „Stafræna lausn ársins“ á íslensku vefverðlaununum.

Krónan var valin eitt af topp fimm markaðsfyrirtækjum á Íslandi af Ímark, samtökum markaðs- og auglýsingafólks á Íslandi. Krónan hlaut einnig viðurkenningu vörumerkjastofunnar Brandr sem „Besta íslenska vörumerkið“ á einstaklingsmarkaði með 50 starfsmenn eða flleiri.

Krónan hlaut „Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022“. Markmiðið verðlaunanna er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem hafa sett jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Krónan hlaut einnig „viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar“ sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu. Viðurkenninguna hljóta þau félög sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar. Tilgangur verkefnisins er jafnframt að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir.

Krónan hlaut tilnefningu til „Fjöreggsins“, sem eru verðlaun veitt af Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands (MNÍ) fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Krónan var tilnefnd fyrir eftirtektarverðan árangur í að draga úr matarsóun. Einnig fyrir markvissa stefnu í að stuðla að bættri lýðheilsu með auðveldara aðgengi að hollari kosti í verslunum Krónunnar.

Framtíðarhorfur

Rekstraraðstæður verða áfram krefjandi vegna áhrifa verðbólgu á vöruverð og allan rekstrarkostnað.  Mikil áhersla verður á að finna leiðir til að sporna við áhrifum þessa á vöruverð í verslunum án þess að skerða þjónustu eða upplifun viðskiptavina. Krónan stendur á sterkum grunni og aðgreinir sig frá öðrum á matvörumarkaði með gildum sem neytendur leita sífellt meira eftir.  

Krónan ætlar að vera áfram leiðandi með þróun á snjöllum lausnum á dagvörumarkaði með virku samtali við starfsfólk og viðskiptavini. Eftirspurn eftir þjónustu Snjallverslunar hefur aukist gífurlega og verða fleiri skref tekin eins og byrjun heimsendinga á Akureyri á nýju ári. Skannað og skundað er einnig í sífelldum vexti og verður áhersla lögð á frekari kynningu á þessari frábæru lausn.

Umhverfismál og samfélagsleg ábyrgð verða áfram í miklum forgangi þar sem markmiðið er að minnka losun og auðvelda viðskiptavinum að taka sín eigin umhverfisvænu skref. Sérstök áhersla verður lögð á flokkun og endurskipulagningu sorpsvæða í öllum verslunum. Einnig er mikið lagt upp úr samstarfi við sprotafyrirtæki við prófun nýrra úrvinnslulausna og eru nokkur slík verkefni þegar komin af stað.

Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar endurbætur á verslunum úti á Granda og í Grafarholti ásamt því að innleiða Skannað og skundað í verslunum á Vík og í Þorlákshöfn.

Krónan er brautryðjandi og vinnur að því markmiði að móta matvöruverslun framtíðarinnar í virku samtali við viðskiptavini og starfsfólk. Sveigjanleiki og þor til að taka stór skref og hafa áhrif í krafti stærðar verður áfram leiðarljós á komandi ári.

Framtíðarhorfur

Rekstraraðstæður verða áfram krefjandi vegna áhrifa verðbólgu á vöruverð og allan rekstrarkostnað.  Mikil áhersla verður á að finna leiðir til að sporna við áhrifum þessa á vöruverð í verslunum án þess að skerða þjónustu eða upplifun viðskiptavina. Krónan stendur á sterkum grunni og aðgreinir sig frá öðrum á matvörumarkaði með gildum sem neytendur leita sífellt meira eftir.  

Krónan ætlar að vera áfram leiðandi með þróun á snjöllum lausnum á dagvörumarkaði með virku samtali við starfsfólk og viðskiptavini. Eftirspurn eftir þjónustu Snjallverslunar hefur aukist gífurlega og verða fleiri skref tekin eins og byrjun heimsendinga á Akureyri á nýju ári. Skannað og skundað er einnig í sífelldum vexti og verður áhersla lögð á frekari kynningu á þessari frábæru lausn.

Umhverfismál og samfélagsleg ábyrgð verða áfram í miklum forgangi þar sem markmiðið er að minnka losun og auðvelda viðskiptavinum að taka sín eigin umhverfisvænu skref. Sérstök áhersla verður lögð á flokkun og endurskipulagningu sorpsvæða í öllum verslunum. Einnig er mikið lagt upp úr samstarfi við sprotafyrirtæki við prófun nýrra úrvinnslulausna og eru nokkur slík verkefni þegar komin af stað.

Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar endurbætur á verslunum úti á Granda og í Grafarholti ásamt því að innleiða Skannað og skundað í verslunum á Vík og í Þorlákshöfn.

Krónan er brautryðjandi og vinnur að því markmiði að móta matvöruverslun framtíðarinnar í virku samtali við viðskiptavini og starfsfólk. Sveigjanleiki og þor til að taka stór skref og hafa áhrif í krafti stærðar verður áfram leiðarljós á komandi ári.

Banner image
Banner image

N1

N1 er eitt öflugasta orku- og þjónustufyrirtæki landsins með starfsstöðvar vítt og breytt um Ísland. Starfsemi félagsins er fjölbreytt en meginhlutverkið er að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti og raforku, þ.mt. raforku til heimila, ásamt bíla- og rekstrarvörum auk veitinga og afþreyingar á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Þannig heldur N1 samfélaginu á hreyfingu með kraftmikilli þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina þegar og þar sem þeim hentar. Þar að auki umbunar félagið N1 korthöfum viðskipti með söfnun punkta sem nýta má til kaupa á vörum og þjónustu á N1 stöðvum um land allt.

Grunngildi N1 eru: „Virðing - Einfaldleiki - Kraftur“. Við sýnum hvert öðru og umhverfinu virðingu, einföldum líf viðskiptavina eftir mætti og hleypum auknum krafti í samfélagið með þéttu þjónustuneti og stuðningi við góð málefni sem auðga mannlífið um allt land.

Innviðir félagsins eru sterkir. Vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, frábært starfsfólk, fyrsta flokks dekkja- og smurþjónusta og öflug fyrirtækjaþjónusta fyrir allar greinar atvinnulífsins skapa sterkan grunn fyrir sókn N1 til framtíðar. Félagið er virkur þátttakandi í orkuskiptunum með smásölu rafmagns til heimila og fyrirtækja en einnig með uppbyggingu rafhleðslustöðva á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Vefverslun félagsins er sívaxandi með heimsendingum vara hvert á land sem er.

N1

N1 er eitt öflugasta orku- og þjónustufyrirtæki landsins með starfsstöðvar vítt og breytt um Ísland. Starfsemi félagsins er fjölbreytt en meginhlutverkið er að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti og raforku, þ.mt. raforku til heimila, ásamt bíla- og rekstrarvörum auk veitinga og afþreyingar á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Þannig heldur N1 samfélaginu á hreyfingu með kraftmikilli þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina þegar og þar sem þeim hentar. Þar að auki umbunar félagið N1 korthöfum viðskipti með söfnun punkta sem nýta má til kaupa á vörum og þjónustu á N1 stöðvum um land allt.

Grunngildi N1 eru: „Virðing - Einfaldleiki - Kraftur“. Við sýnum hvert öðru og umhverfinu virðingu, einföldum líf viðskiptavina eftir mætti og hleypum auknum krafti í samfélagið með þéttu þjónustuneti og stuðningi við góð málefni sem auðga mannlífið um allt land.

Innviðir félagsins eru sterkir. Vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, frábært starfsfólk, fyrsta flokks dekkja- og smurþjónusta og öflug fyrirtækjaþjónusta fyrir allar greinar atvinnulífsins skapa sterkan grunn fyrir sókn N1 til framtíðar. Félagið er virkur þátttakandi í orkuskiptunum með smásölu rafmagns til heimila og fyrirtækja en einnig með uppbyggingu rafhleðslustöðva á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Vefverslun félagsins er sívaxandi með heimsendingum vara hvert á land sem er.

Virðing - Einfaldleiki - Kraftur

Virðing - Einfaldleiki - Kraftur

Rekstur ársins

Árið 2022 var besta rekstrarár í sögu N1 þrátt fyrir krefjandi aðstæður.  Góð magnaukning í sölu var á flestum sviðum starfseminnar en mörg ný fyrirtæki bættust við viðskiptavinaflóru félagsins. Í upphafi árs voru enn ferðatakmarkanir vegna COVID-19 faraldursins en mikil sala á skipaeldsneyti sökum loðnuvertíðar vóg að einhverju leyti upp færri ferðamenn og minni umsvif almennings. Innrás Rússa í Úkraínu hafði veruleg áhrif til hækkunar á orkuverði og mörgum öðrum hrávörum.  Heimsmarkaðsverð á bensíni hækkaði t.a.m. um nær 60% á nokkrum mánuðum sem hafði veruleg áhrif hér á landi.  Mun fleiri ferðamenn heimsóttu þjónustustöðvar félagsins en mikil fjölgun skemmtiferðaskipa jók einnig verulega sölu á skipaeldsneyti. Á móti fóru Íslendingar mun meira erlendis í frí.  Áfram hélt sá mikli vöxtur viðskiptavina sem kýs að sækja vörusendingar sínar til N1. Það er ljóst að viðskiptavinum líkar vel þessi þjónusta en nú er hægt að sækja sendingar á allar þjónustustöðvar félagsins um allt land.

Ný þjónustustöð var opnuð á árinu við Mývatn en einnig var farið í verulegar endurbætur á mörgum þeirra.  N1 festi kaup á Djúsí vörumerkinu og fjölgaði afgreiðslustöðum Ísey Skyrbar og Djúsí sem hluta af vegferð sinni að bjóða upp á fjölbreyttara úrval af hollum og ferskum valkostum á þjónustustöðvum sínum. Nýtt þjónustuverkstæði fyrir dekkja- og smurþjónustu opnaði í Klettagörðum 4 á árinu en fjölgun verkstæða styður vel við þá miklu aukningu sem hefur verið í bílaþjónustu N1 undanfarin ár.

Viðskiptavinum í raforkuviðskiptum heldur áfram að fjölga og eru nú yfir 22 þúsund heimili sem velja N1 sem sinn raforkusala. Samningur við Reykjavíkurborg var undirritaður á árinu um sölu raforku til allra stofnana borgarinnar til næstu þriggja ára.  Samningurinn sýnir hversu langt félagið er komið í uppbyggingu innviða raforkusölu.

Uppsetning rafhraðhleðslustöðva hélt áfram á lóðum félagsins og er Staðarskáli nú stærsti hleðslustaður landsins fyrir rafmagnsbíla. Í dag eru rafhraðhleðslustöðvar á fjórtán staðsetningum N1 víðsvegar um landið. Nýtt þjónustuapp fyrir síma var kynnt á árinu en fyrsta útgáfan miðar að því að þjónusta rafbílaeigendur.  Innan skamms verður mun fjölbreyttari þjónusta þar í boði sem verður kynnt síðar.

Rekstur ársins

Árið 2022 var besta rekstrarár í sögu N1 þrátt fyrir krefjandi aðstæður.  Góð magnaukning í sölu var á flestum sviðum starfseminnar en mörg ný fyrirtæki bættust við viðskiptavinaflóru félagsins. Í upphafi árs voru enn ferðatakmarkanir vegna COVID-19 faraldursins en mikil sala á skipaeldsneyti sökum loðnuvertíðar vóg að einhverju leyti upp færri ferðamenn og minni umsvif almennings. Innrás Rússa í Úkraínu hafði veruleg áhrif til hækkunar á orkuverði og mörgum öðrum hrávörum.  Heimsmarkaðsverð á bensíni hækkaði t.a.m. um nær 60% á nokkrum mánuðum sem hafði veruleg áhrif hér á landi.  Mun fleiri ferðamenn heimsóttu þjónustustöðvar félagsins en mikil fjölgun skemmtiferðaskipa jók einnig verulega sölu á skipaeldsneyti. Á móti fóru Íslendingar mun meira erlendis í frí.  Áfram hélt sá mikli vöxtur viðskiptavina sem kýs að sækja vörusendingar sínar til N1. Það er ljóst að viðskiptavinum líkar vel þessi þjónusta en nú er hægt að sækja sendingar á allar þjónustustöðvar félagsins um allt land.

Ný þjónustustöð var opnuð á árinu við Mývatn en einnig var farið í verulegar endurbætur á mörgum þeirra.  N1 festi kaup á Djúsí vörumerkinu og fjölgaði afgreiðslustöðum Ísey Skyrbar og Djúsí sem hluta af vegferð sinni að bjóða upp á fjölbreyttara úrval af hollum og ferskum valkostum á þjónustustöðvum sínum. Nýtt þjónustuverkstæði fyrir dekkja- og smurþjónustu opnaði í Klettagörðum 4 á árinu en fjölgun verkstæða styður vel við þá miklu aukningu sem hefur verið í bílaþjónustu N1 undanfarin ár.

Viðskiptavinum í raforkuviðskiptum heldur áfram að fjölga og eru nú yfir 22 þúsund heimili sem velja N1 sem sinn raforkusala. Samningur við Reykjavíkurborg var undirritaður á árinu um sölu raforku til allra stofnana borgarinnar til næstu þriggja ára.  Samningurinn sýnir hversu langt félagið er komið í uppbyggingu innviða raforkusölu.

Uppsetning rafhraðhleðslustöðva hélt áfram á lóðum félagsins og er Staðarskáli nú stærsti hleðslustaður landsins fyrir rafmagnsbíla. Í dag eru rafhraðhleðslustöðvar á fjórtán staðsetningum N1 víðsvegar um landið. Nýtt þjónustuapp fyrir síma var kynnt á árinu en fyrsta útgáfan miðar að því að þjónusta rafbílaeigendur.  Innan skamms verður mun fjölbreyttari þjónusta þar í boði sem verður kynnt síðar.

90.000

Þátttakendur í sumarleik N1

22.000

Heimili sem velja N1 sem sinn raforkusala

214.000

Sendingar frá vefverslunum í gegnum Dropp á þjónustustöðvum N1

42.000

Bílar umfelgaðir á árinu

90.000

Þátttakendur í sumarleik N1

22.000

Heimili sem velja N1 sem sinn raforkusala

214.000

Sendingar frá vefverslunum í gegnum Dropp á þjónustustöðvum N1

42.000

Bílar umfelgaðir á árinu

Samfélagsábyrgð

N1 vinnur eftir sex heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og eru þar í forgrunni ábyrgir viðskiptahættir, heilsa- og vellíðan,  umhverfis- og loftslagsmál. N1 leggur áherslu á jafnrétti kynjanna með jafnlaunavottun og jafnlaunastefnu.

Samfélagsleg ábyrgð skiptir miklu máli í starfseminni en stefnan er að umhverfið beri ekki skaða af henni. Félagið hefur sett sér skýr markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang frá starfseminni, auka endurvinnslu og kolefnisjafna alla starfsemina.

 Samhliða þessu hefur félagið unnið að því að auka samfélagslega ábyrgð í aðfangakeðjunni með margvíslegum hætti.  Félagið hefur verið leiðandi í umhverfisvænum lausnum á eldsneytismarkaði með sölu á metani og rafmagni en einnig er leitast við að finna og bjóða upp á umhverfisvænni valmöguleika í margbreytilegu vöruúrvali og að þjóna með þeim hætti þörfum viðskiptavina ekki síður en umhverfinu.

Í stuðningi sínum við samfélagið leggur N1 áherslu á að styrkja og styðja við barna- og unglingastarf íþróttafélaga víðsvegar um landið. N1 studdi á árinu við tæplega 35 íþróttafélög auk þess að endurnýja samstarfssamning um bakhjarlasamstarf við KSÍ. Hæfileikamótun KSÍ er þar verkefni þar ungu knattspyrnufólki af öllu landinu gefst kostur á að láta ljós sitt skína. Grasrótarstuðningur skiptir félagið miklu máli en það gefur mikinn innblástur að fjármunum þess sé varið í að byggja upp stjörnur framtíðarinnar.

N1 knattspyrnumót yngri flokka  á Akureyri var á sínum stað og voru þátttakendur þar rúmlega 2.000.

Jólastyrkur N1 2022 fór í þrjú góð málefni: Píeta samtökin, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Rauði Kross Íslands. Þar voru fjármunir vel nýttir til að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í neyð.

N1 færði einnig kvennaathvarfinu tveggja milljóna styrk sem verður nýttur til uppbyggingar á nýju kvennaathvarfi.

Jafnframt var tekin ákvörðun um að styðja enn frekar við starfsemi BUGL og sjá áfram um rekstur bílaflota þeirra á árinu 2022. Stuðningurinn felur í sér rekstur tveggja bíla sem notaðir eru til að fara með skjólstæðinga BUGL í ýmsar ferðir en einnig til að vettvangsteymi geti sótt fjölskyldur heim og unnið með börnum í þeirra nærumhverfi.

N1 hélt áfram samstarfinu sínu við Þorgrím Þráinsson með verkefnið „ Vertu ástfangin af lífinu“  þar sem Þorgrímur heimsækir alla 10.bekkinga landsins.  Hann hefur nú heimsótt 150 skóla og hitt 4.000 námsmenn með þennan frábæra fyrirlestur.

N1 gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2022 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: n1.is/samfelagsskyrsla/

Samfélagsábyrgð

N1 vinnur eftir sex heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og eru þar í forgrunni ábyrgir viðskiptahættir, heilsa- og vellíðan,  umhverfis- og loftslagsmál. N1 leggur áherslu á jafnrétti kynjanna með jafnlaunavottun og jafnlaunastefnu.

Samfélagsleg ábyrgð skiptir miklu máli í starfseminni en stefnan er að umhverfið beri ekki skaða af henni. Félagið hefur sett sér skýr markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang frá starfseminni, auka endurvinnslu og kolefnisjafna alla starfsemina.

 Samhliða þessu hefur félagið unnið að því að auka samfélagslega ábyrgð í aðfangakeðjunni með margvíslegum hætti.  Félagið hefur verið leiðandi í umhverfisvænum lausnum á eldsneytismarkaði með sölu á metani og rafmagni en einnig er leitast við að finna og bjóða upp á umhverfisvænni valmöguleika í margbreytilegu vöruúrvali og að þjóna með þeim hætti þörfum viðskiptavina ekki síður en umhverfinu.

Í stuðningi sínum við samfélagið leggur N1 áherslu á að styrkja og styðja við barna- og unglingastarf íþróttafélaga víðsvegar um landið. N1 studdi á árinu við tæplega 35 íþróttafélög auk þess að endurnýja samstarfssamning um bakhjarlasamstarf við KSÍ. Hæfileikamótun KSÍ er þar verkefni þar ungu knattspyrnufólki af öllu landinu gefst kostur á að láta ljós sitt skína. Grasrótarstuðningur skiptir félagið miklu máli en það gefur mikinn innblástur að fjármunum þess sé varið í að byggja upp stjörnur framtíðarinnar.

N1 knattspyrnumót yngri flokka  á Akureyri var á sínum stað og voru þátttakendur þar rúmlega 2.000.

Jólastyrkur N1 2022 fór í þrjú góð málefni: Píeta samtökin, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Rauði Kross Íslands. Þar voru fjármunir vel nýttir til að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í neyð.

N1 færði einnig kvennaathvarfinu tveggja milljóna styrk sem verður nýttur til uppbyggingar á nýju kvennaathvarfi.

Jafnframt var tekin ákvörðun um að styðja enn frekar við starfsemi BUGL og sjá áfram um rekstur bílaflota þeirra á árinu 2022. Stuðningurinn felur í sér rekstur tveggja bíla sem notaðir eru til að fara með skjólstæðinga BUGL í ýmsar ferðir en einnig til að vettvangsteymi geti sótt fjölskyldur heim og unnið með börnum í þeirra nærumhverfi.

N1 hélt áfram samstarfinu sínu við Þorgrím Þráinsson með verkefnið „ Vertu ástfangin af lífinu“  þar sem Þorgrímur heimsækir alla 10.bekkinga landsins.  Hann hefur nú heimsótt 150 skóla og hitt 4.000 námsmenn með þennan frábæra fyrirlestur.

N1 gefur út samfélagsskýrslu fyrir árið 2022 þar sem nánar er fjallað um samfélagslega ábyrgð en skýrsluna má finna hér: n1.is/samfelagsskyrsla/

Banner image
Banner image

Vottanir og verðlaun

Átján þjónustustöðvar N1 eru vottaðar samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öll hjólbarðaverkstæði N1 eru vottuð Michelin Quality dealer. N1 var kosið fyrirmyndarfyrirtæki af Creditinfo fimm ár í röð frá árinu 2015 en árið 2022 hlaut N1 Rafmagn viðurkenninguna framúrskarandi fyrirtæki 2022.

Vottanir og verðlaun

Átján þjónustustöðvar N1 eru vottaðar samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öll hjólbarðaverkstæði N1 eru vottuð Michelin Quality dealer. N1 var kosið fyrirmyndarfyrirtæki af Creditinfo fimm ár í röð frá árinu 2015 en árið 2022 hlaut N1 Rafmagn viðurkenninguna framúrskarandi fyrirtæki 2022.

Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur N1 eru góðar. Fleiri þúsund einstaklingar og fyrirtæki vítt og breitt um landið kjósa að eiga viðskipti við N1 á hverjum degi og er það markmið félagsins að þjónusta viðskiptavini sína vel og einfalda þeim lífið með slagorðinu „Alla leið“. Félagið býr yfir gríðarlega öflugu þjónustu- og dreifineti fyrir vörur sínar og þjónustu. Þjónustunetið mun nýtast félaginu vel í þeim orkuskiptum í samgöngum sem framundan eru. N1 ætlar sér eftir sem áður að þjónusta viðskiptavini sína óháð orkugjöfum á farartæki. Með öflugum vexti N1 á raforkumarkaði er félagið orðið virkur þátttakandi á raforkumarkaði og ætlar sér stóra hluti þar til framtíðar. Á þjónustustöðvum félagsins er boðið upp á fjölbreytta valkosti í veitingum og aukin áhersla lögð á hollari valkosti sem hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina félagsins.

Fyrirtækjaþjónusta N1 er mjög öflug og er sífellt verið að leita leiða til að styrkja þá þjónustu enn frekar. Vefverslunin er í stöðugri þróun og sífellt fleiri fyrirtæki kjósa að nýta sér þá auknu þjónustu sem þeim stendur þar til boða.

Bílaþjónusta N1 vex og dafnar en sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki kjósa að notfæra sér heildarþjónustu N1 í dekkja- og smurþjónustu. Nýtt húsnæði í Klettagörðum mun stuðla að auknum vexti og ekki síst við fyrirtæki í ferðaþjónustu og stærri ökutæki. Framkvæmdir hófust við nýja glæsilega þjónustustöð við Flugvelli í Reykjanesbæ undir lok árs 2022 sem stefnt er á að verði tekin í notkun á síðasta ársfjórðungi 2023. Þar verður dekkjaverkstæði, smurstöð og þjónustustöð ásamt eldsneytisafgreiðslu og hraðhleðslustöðvum. Þjónustustöðinni er ætlað að þjónusta enn betur ört fjölgandi ferðamönnum sem heimsækja Ísland, ferðaþjónustutengdum iðnaði og að sjálfsögðu íbúum Reykjanesbæjar.

Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur N1 eru góðar. Fleiri þúsund einstaklingar og fyrirtæki vítt og breitt um landið kjósa að eiga viðskipti við N1 á hverjum degi og er það markmið félagsins að þjónusta viðskiptavini sína vel og einfalda þeim lífið með slagorðinu „Alla leið“. Félagið býr yfir gríðarlega öflugu þjónustu- og dreifineti fyrir vörur sínar og þjónustu. Þjónustunetið mun nýtast félaginu vel í þeim orkuskiptum í samgöngum sem framundan eru. N1 ætlar sér eftir sem áður að þjónusta viðskiptavini sína óháð orkugjöfum á farartæki. Með öflugum vexti N1 á raforkumarkaði er félagið orðið virkur þátttakandi á raforkumarkaði og ætlar sér stóra hluti þar til framtíðar. Á þjónustustöðvum félagsins er boðið upp á fjölbreytta valkosti í veitingum og aukin áhersla lögð á hollari valkosti sem hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina félagsins.

Fyrirtækjaþjónusta N1 er mjög öflug og er sífellt verið að leita leiða til að styrkja þá þjónustu enn frekar. Vefverslunin er í stöðugri þróun og sífellt fleiri fyrirtæki kjósa að nýta sér þá auknu þjónustu sem þeim stendur þar til boða.

Bílaþjónusta N1 vex og dafnar en sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki kjósa að notfæra sér heildarþjónustu N1 í dekkja- og smurþjónustu. Nýtt húsnæði í Klettagörðum mun stuðla að auknum vexti og ekki síst við fyrirtæki í ferðaþjónustu og stærri ökutæki. Framkvæmdir hófust við nýja glæsilega þjónustustöð við Flugvelli í Reykjanesbæ undir lok árs 2022 sem stefnt er á að verði tekin í notkun á síðasta ársfjórðungi 2023. Þar verður dekkjaverkstæði, smurstöð og þjónustustöð ásamt eldsneytisafgreiðslu og hraðhleðslustöðvum. Þjónustustöðinni er ætlað að þjónusta enn betur ört fjölgandi ferðamönnum sem heimsækja Ísland, ferðaþjónustutengdum iðnaði og að sjálfsögðu íbúum Reykjanesbæjar.