Ávarp stjórnarformanns og forstjóra banner image
Ávarp stjórnarformanns og forstjóra banner image

Ávarp stjórnarformanns og forstjóra

Ávarp stjórnarformanns og forstjóra

Viðburðaríkt ár að baki

Árið 2022 var viðburðaríkt í starfsemi Festi og rekstrarfélaga. Eftir tveggja ára heimsfaraldur tók við áframhaldandi óvissa vegna árásar Rússa inn í Úkraínu með skerðingu á aðfangakeðjum heimsins og hækkun á hrávörumörkuðum. Verðbólga rauk upp, stýrivextir sömuleiðis og nýir kjarasamningar tóku afturvirkt gildi frá fyrsta nóvember. Markvissar aðgerðir félaganna í innkaupum og rekstri, samsetningu vöru- og þjónustuúrvals, sem og opnun glæsilegra útsölustaða á lykilstaðsetningum svo sem ELKO og Krónan í Skeifunni, Krónan í Borgartúni og á Akureyri skiluðu sér í stóraukinni sölu á þeim svæðum og tókst öllum rekstrarfélögum Festi að skila sinni bestu afkomu frá upphafi (ef ekki er tekinn með söluhagnaður fasteigna hjá Krónunni á árinu 2021).

Forstjóraskipti urðu á árinu sem og stjórnarskipti að hluta á miðju ári þegar haldinn var hluthafafundur þar sem stjórnin taldi réttast að segja af sér og sækjast eftir endurnýjuðu umboði. Samþykktar voru breytingar á samþykktum félagsins á þeim hluthafafundi, en þær eiga að auka getu félagsins til þess að takast á við mál sem snerta orðspors- og rekstraráhættu. Enn fremur hefur markvisst verið unnið í umgjörð og mikilvægi góðra stjórnarhátta.

Stafrænni vegferð félaganna var haldið áfram af krafti á árinu og birtist hún m.a. í nýju N1 appi, sjálfsafgreiðslulausninni Skannað og skundað sem nú er að finna í öllum Krónuverslunum landsins og snjallspjalli ELKO þar sem viðskiptavinir fá söluráðgjöf frá starfsmanni í gegnum símann rétt eins og þeir væru staddir í verslun ELKO. Vegferðin miðar að því að þjónusta sem best viðskipavini okkar sem og til að ná fram hagræði og skilvirkni sem skilar sér inn í bættri afkomu allra félaganna.

Fjöldinn allur af verðlaunum og viðurkenningum komu í hús á árinu. Árangur félaganna hefur ekki látið á sér standa hvort sem litið er til ánægju viðskiptavina, árangurs í markaðsmálum eða ábyrgðar í jafnréttismálum. Vörumerkin eru leiðandi hvert á sínum markaði - en samkeppnin er hörð og því þarf að hafa fyrir þessum árangri.

Miklar fjárfestingar voru í undirliggjandi rekstri á árinu.  Fjórar nýjar verslanir voru opnaðar fyrir Krónuna og ELKO en einnig voru gerðar verulegar endurbætur á mörgum þjónustustöðvum N1 víðsvegar um landið. Ný fasteign fyrir bílaþjónustu N1 var keypt í Klettagörðum ásamt því að framkvæmdir við nýja glæsilega þjónustustöð N1 við Flugvelli í Reykjanesbæ hófust undir lok árs 2022 sem verður tilbúin undir lok árs 2023.  Þróun lóða samkvæmt samkomulagi við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva bíður umsagnar Borgarsögusafns sem Skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskaði eftir fyrir allar lóðir olíufélaganna. Niðurstöðu er að vænta fljótlega, a.m.k. á fyrri helmingi árs 2023. Mikil þekking er á fasteignarekstri innan Festi en félagið átti 87 fasteignir sem samtals eru um 95 þúsund fermetrar í árslok 2022.  Ákvarðanir um kaup eða sölu fasteigna og lóða eru teknar með langtíma hagsmuni samstæðunnar að leiðarljósi.

Festi mun áfram leggja lykiláherslu á að framúrskarandi þjónusta, hagstætt verð og gæði stuðli að velgengni og vexti rekstrarfélaga samstæðunnar. Gegnir þar mikilvægu hlutverki aukin hagkvæmni og virðisaukning sem fæst með samstarfi innan samstæðu m.a. við uppbyggingu samnýtanlegra tæknilegra lausna, sameiginlegum innkaupum matvara, innviðum vöruhúss og síðast en ekki síst með þeim reynslumikla og öfluga hópi starfsfólks sem hefur einstakan metnað til að þjónusta viðskiptavini sína með fjölbreyttu vöru- og þjónustuframboði á sem hagkvæmustu verði. Fjárhagsstaða félagsins er sterk og horfur í rekstri almennt góðar.  Félagið mun því halda áfram stefnumiðaðri forgangsröðun í uppbyggingu innviða – bæði tæknilegum sem og uppfærslum verslana og þjónustustöðva og loks fjárfestingum í verkefnum sem falla að og styrkja þann rekstur sem fyrir er.

Framundan eru spennandi tímar. Fyrir utan áframhaldandi áherslur á umbætur í grunnrekstri félaganna verður farið í stefnumarkandi vinnu fyrir framtíðarvöxt félagsins. Festi er eignarhaldsfélag leiðandi fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi með sölu á lykilvörum til daglegra nota. Tækifæri liggja í auknu þjónustustigi, enn breiðara vöruúrvali og nýjum vöruflokkum bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Við horfum björtum augum fram á veginn þrátt fyrir viðvarandi áskoranir í rekstrarumhverfinu og stýrum fjárfestingum félagsins til nýrra tækifæra og aukinnar verðmætasköpunar með hagsmuni allra hagaðila í huga.

Við þökkum starfsfólki og viðskiptavinum fyrir gott ár og horfum björtum augum fram á veginn.

Viðburðaríkt ár að baki

Árið 2022 var viðburðaríkt í starfsemi Festi og rekstrarfélaga. Eftir tveggja ára heimsfaraldur tók við áframhaldandi óvissa vegna árásar Rússa inn í Úkraínu með skerðingu á aðfangakeðjum heimsins og hækkun á hrávörumörkuðum. Verðbólga rauk upp, stýrivextir sömuleiðis og nýir kjarasamningar tóku afturvirkt gildi frá fyrsta nóvember. Markvissar aðgerðir félaganna í innkaupum og rekstri, samsetningu vöru- og þjónustuúrvals, sem og opnun glæsilegra útsölustaða á lykilstaðsetningum svo sem ELKO og Krónan í Skeifunni, Krónan í Borgartúni og á Akureyri skiluðu sér í stóraukinni sölu á þeim svæðum og tókst öllum rekstrarfélögum Festi að skila sinni bestu afkomu frá upphafi (ef ekki er tekinn með söluhagnaður fasteigna hjá Krónunni á árinu 2021).

Forstjóraskipti urðu á árinu sem og stjórnarskipti að hluta á miðju ári þegar haldinn var hluthafafundur þar sem stjórnin taldi réttast að segja af sér og sækjast eftir endurnýjuðu umboði. Samþykktar voru breytingar á samþykktum félagsins á þeim hluthafafundi, en þær eiga að auka getu félagsins til þess að takast á við mál sem snerta orðspors- og rekstraráhættu. Enn fremur hefur markvisst verið unnið í umgjörð og mikilvægi góðra stjórnarhátta.

Stafrænni vegferð félaganna var haldið áfram af krafti á árinu og birtist hún m.a. í nýju N1 appi, sjálfsafgreiðslulausninni Skannað og skundað sem nú er að finna í öllum Krónuverslunum landsins og snjallspjalli ELKO þar sem viðskiptavinir fá söluráðgjöf frá starfsmanni í gegnum símann rétt eins og þeir væru staddir í verslun ELKO. Vegferðin miðar að því að þjónusta sem best viðskipavini okkar sem og til að ná fram hagræði og skilvirkni sem skilar sér inn í bættri afkomu allra félaganna.

Fjöldinn allur af verðlaunum og viðurkenningum komu í hús á árinu. Árangur félaganna hefur ekki látið á sér standa hvort sem litið er til ánægju viðskiptavina, árangurs í markaðsmálum eða ábyrgðar í jafnréttismálum. Vörumerkin eru leiðandi hvert á sínum markaði - en samkeppnin er hörð og því þarf að hafa fyrir þessum árangri.

Miklar fjárfestingar voru í undirliggjandi rekstri á árinu.  Fjórar nýjar verslanir voru opnaðar fyrir Krónuna og ELKO en einnig voru gerðar verulegar endurbætur á mörgum þjónustustöðvum N1 víðsvegar um landið. Ný fasteign fyrir bílaþjónustu N1 var keypt í Klettagörðum ásamt því að framkvæmdir við nýja glæsilega þjónustustöð N1 við Flugvelli í Reykjanesbæ hófust undir lok árs 2022 sem verður tilbúin undir lok árs 2023.  Þróun lóða samkvæmt samkomulagi við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva bíður umsagnar Borgarsögusafns sem Skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskaði eftir fyrir allar lóðir olíufélaganna. Niðurstöðu er að vænta fljótlega, a.m.k. á fyrri helmingi árs 2023. Mikil þekking er á fasteignarekstri innan Festi en félagið átti 87 fasteignir sem samtals eru um 95 þúsund fermetrar í árslok 2022.  Ákvarðanir um kaup eða sölu fasteigna og lóða eru teknar með langtíma hagsmuni samstæðunnar að leiðarljósi.

Festi mun áfram leggja lykiláherslu á að framúrskarandi þjónusta, hagstætt verð og gæði stuðli að velgengni og vexti rekstrarfélaga samstæðunnar. Gegnir þar mikilvægu hlutverki aukin hagkvæmni og virðisaukning sem fæst með samstarfi innan samstæðu m.a. við uppbyggingu samnýtanlegra tæknilegra lausna, sameiginlegum innkaupum matvara, innviðum vöruhúss og síðast en ekki síst með þeim reynslumikla og öfluga hópi starfsfólks sem hefur einstakan metnað til að þjónusta viðskiptavini sína með fjölbreyttu vöru- og þjónustuframboði á sem hagkvæmustu verði. Fjárhagsstaða félagsins er sterk og horfur í rekstri almennt góðar.  Félagið mun því halda áfram stefnumiðaðri forgangsröðun í uppbyggingu innviða – bæði tæknilegum sem og uppfærslum verslana og þjónustustöðva og loks fjárfestingum í verkefnum sem falla að og styrkja þann rekstur sem fyrir er.

Framundan eru spennandi tímar. Fyrir utan áframhaldandi áherslur á umbætur í grunnrekstri félaganna verður farið í stefnumarkandi vinnu fyrir framtíðarvöxt félagsins. Festi er eignarhaldsfélag leiðandi fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi með sölu á lykilvörum til daglegra nota. Tækifæri liggja í auknu þjónustustigi, enn breiðara vöruúrvali og nýjum vöruflokkum bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Við horfum björtum augum fram á veginn þrátt fyrir viðvarandi áskoranir í rekstrarumhverfinu og stýrum fjárfestingum félagsins til nýrra tækifæra og aukinnar verðmætasköpunar með hagsmuni allra hagaðila í huga.

Við þökkum starfsfólki og viðskiptavinum fyrir gott ár og horfum björtum augum fram á veginn.